Uzbekistan

August 28th, 2011 by Egill Kalevi

Við höfum alltaf reynt að lesa okkur vel til um þau lönd sem framundan eru og var Uzbekistan engin undantekning. Við lesum t.a.m. reynslusögur annarra ferðamanna af landamærum viðkomandi landa. Eftir að hafa lesið sögu pars sem lennti í því að bíllinn þeirra var nánast tekin í sundur í leit toll yfirvalda við komu sína inn í Uzbekistan, voru við búnir undir það versta.

Vel gekk að komast út úr Turkmenistan og tók það ekki langan tíma. Við þurftum þó að útskýra fyrir einum lögregluþjóni að við værum ekki frá Ísrael og við værum ekki í stríði við Palestínu. Eftir að hafa ekið í gegnum rammgirt einskismannslandið komum við að fyrsta opinbera starfsmanni Uzbekistan. Ungur hermaður með vélbyssu um öxl gekk að bílnum og bað um vegabréf. Hann skoðaði þau vel og glotti. Mr? Miss? Miss. Hann hefur átt í einhverjum vandræðum með sjálfan sig og fannst því sniðugt að kalla okkur fröken. Fyrir utan þennan eina starfsmann gekk allt mjög vel fyrir sig og aðrir voru kurteisir.

Fljótlega eftir landamærin tókum við ranga beygju svo við stoppuðum. Bíll flautaði til okkar. Í ljós kom að ökumaðurinn var einn af tollvörðunum og bað hann okkur vinsamlegast um að elta sig því hann ætlaði að sjá til þess að við kæmumst til Bukhara sem var fyrsti áfangastaður okkar á réttum tíma. Þetta var mjög almennilegur strákur sem var með bílinn fullan af fólki og áttuðum vð okkur á því að hann var líka að gefa venjulegum ferðalöngum far í bílnum sínum. Hann fann fyrir okkur afar sjarmerandi gistipláss og vorum við afar fegnir að komast þangað og fá okkur einn kaldan bjór eftir langan og erfiðan dag.

Morguninn eftir vöknuðum við úthvíldir og ákváðum að rölta aðeins um borgina og líta á markaðinn. Bukhara er stórkostlega falleg. Hún á sér mörg þúsund ára sögu og er einhver heilagasta borg Mið-Asíu. Í miðbænum eru yfir 140 friðuð mannvirki og þar býr fólk þétt í húsum sem lítið eða ekkert hafa breyst í tvær aldir. Yfirvöld hafa líka staðið sig ágætlega í að gera upp sögulegar byggingar. Við skoðuðum okkur um í risastóru og ævafornu konunglegu virki sem í daglegu tali nefnist örkin. Þetta elsta mannvirki Bukhara er frá fimmtu öld er nokkurskonar bær inn í bæ. Í dag er það opið að hluta til þar sem að eftir á að gera upp stóran hluta þess. Þarna eru mörg lítil söfn auk þess sem hverskyns sölumenn setja stóran svip á það.

Líkt og í Turkmenistan var hitinn nánast óbærilegur og þurfti maður alltaf að hafa líters flösku af vatni við höndina svo maður hreinlega liði ekki útaf. Það var mikið líf á markaðnum og þarna var fólk að selja allt á milli himins og jarðar. Þarna mátti finna teppi, fallegt leirtau og hnífa, slæður, skartgripi, hatta, krydd og aðsjálfsögðu te og mat.

Ákveðið var að framlengja dvölinni um eina nótt þar sem að gistiheimilið hafði internet og átti seinni dagurinn að vera mikill vinnudagur. Þegar við ætluðum svo að hefja vinnu sagði starfsmaður okkur að því miður hefði internetið klárast rétt í þessu. Fjandinn.

Því miður urðum við að sleppa Samarkand, öðrum “must-see” áfangastað í ferðinni þar sem að vegabréfsáritun okkar í Uzbekistan var svo stutt. Næsta land framundan er Tajikistan þar sem sjálfur Pamir Highway beið okkar.

Turkmenistan

August 28th, 2011 by Egill Kalevi

Eldsnemma morguns lögðum við af stað að landamærum Irans og Turkmenistan. Við höfðum hvorki vegabréfsáritun né svo kallað “letter of invitation” sem gat þýtt vesen. Það sem við höfðum í höndunum var bréf á rússnesku frá aðstandenum rallsins sem skýra átti stöðu okkur fyrir landamæravörðunum.
Á landamærunum hittum við annað Mongol Rally lið frá Bretlandi sem heitir Geekout (www.geekout.org.uk). Þetta eru fínir strákar sem heita Jamie og Kai. Eftir stuttar samræður var ákveðið að liðin yrðu í samfloti í gegn þar sem að við höfðum heyrt nokkrar miður þægilegar sögur um þau.
Þarna rákumst við líka á þriðja liðið sem hafði verið svo óheppið að þurfa bíða á bílaplaninu í sex daga á meðan að unnið var í umsókn þeirra.
Landamærin sjálf voru ekkert stór vandamál fyrir utan sama vesenið að þurfa að finna og fara í gegnum tíu litlar skrifstofur sem dreifðar voru um svæðið til þess að borga fyrir hina og þessa stimpla og allt að sjálfsögðu í réttri röð. Eftir að hafa borgað u.þ.b. 200 dollara fyrir vegabréfsáritanir, tryggingar og ýmis gjöld komumst við inn í landið. Höfuðborgin Ashgabat er ekki langt frá landamærunum og ákváðu liðin tvö að vera í samfloti þangað og líta á staðinn. Þegar að þangað var komið göptum við af undrun. Þessi borg er engri lík. Við vissum að hún væri frekar spes en maður verður bara að sjá hana með eigin augum. Borgin situr ofan í skál þannig að þegar hún birtist manni sér maður ekkert nema skjanna hvítar, háar byggingar (sem virðarst nær allar vera nýleg en tóm hótel) auk skjanna hvítra, hárra minnismerkja sem öll búa vægast sagt yfir óvenjulegri fagurfræði. Malbikið er svo nýtt og slétt að það ískrar í hjólunum á bílnum í öllum beygjum þó svo maður aki á litlum hraða. Her götusópara (meirihlutinn konur með klúta fyrir vitunum) sér til þess að borgin er sú hreinasta sem við höfum séð og þeir sem dirfast til þess að aka um á skítugum bíl geta átt hættu á að missa ökuskírteinið í nokkurn tíma.

 

Turkmenistan er merkilegt land fyrir margra hluta sakir. Allt frá því Sovétríkin liðuðust í sundur og Turkmenistan öðlaðist sjálfstæði hefur landið verið næst á eftir Norður-Kóreu yfir þau lönd sem lokuðust eru fyrir umheiminum. Maðurinn sem sá til þessa hét Saparmurat Atayevich Niyazov en tók upp nafnið Turkmenabashi sem þýðir faðir Turkmena. Í mikilmennsku brjálæði sínu lét hann rífa stóran hluta borgarinnar sem að var í sovéskum stíl og byggði hana svo upp aftur í núverandi mynd sem einn stóran minnisvarða um eigin mikilfengleik. Þarna má t.d. finna stóra styttu af honum úr gulli sem ávalt snýr á móti sólu. Hann endurnefndi einnig nokkra vikudaga eftir ættmennum sínum. Þótt Turkmenabashi leiði ekki lengur þjóð sína hefur eftirmaður hans Gurbanguly litlu breytt og þykir einungis vera væg útgáfa fyrirrennara síns. Gurbanguly aflétti þó nokkrum bönnum. Þar má t.d. nefna bann við óperu og ballet auk þess sem landsmönnum er nú heimilt að hlusta á tónlist í bílum sínum.

Þar sem að útgöngubann er enn við líði í höfuðborginni eru erlendum ferðamönnum ráðlagt að vera á góðu hóteli á meðan að þeir eru þar. Við enduðum með að bóka eina nótt á Hótel Grand Turkmen. Guði sé lof fyrir loftkælingu. Hitinn úti var óbærilegur. Þar sem að hitinn var á bilinu 45 og 52 gráður og smá vindur var þetta eins og að vera í hitablásara – bókstaflega.

Þar sem að stutt var í að vegabréfsáritun okkar til Uzbekistan rynni út, neyddumst við til þess að sleppa einum af þeim áfangastöðum sem að okkur hafði mikið hlakkað til að sjá, sjálfum gasgígnum í Darvaza og halda beinustu leið áleiðis til landamæra Turkmenistan og Uzbekistan. Þetta voru mikil vonbrigði. Ólíkt rennisléttu malbikinu í höfuðborginni, voru vegirnir á milli landshluta hörmulegir. Þar sem að við komumst svo hægt yfir neyddumst við til þess að gista eina nótt í litlum bæ sem varla finnst á landakorti. Misskitpting auðs hefur sjaldan verið eins augljós. Eftir að hafa spurst fyrir á meðal heimamanna í myrkrinu var okkur bent á lítið gistiheimili sem staðsett var í miðju hrörlegu íbúðahverfi. Við fundum það eftir nokkurt hringsól og voru konurnar sem það ráku steinhissa að sjá okkur. Geimverur höfðu lent fyrir utan hjá þeim og vildu gistingu. Þar sem að gestirnir voru augljóslega moldríkir var smurt aðeins á prísinn sem þó var ekki hár fyrir.   Þetta voru fábrotnar vistarverur og augljóst að þessar konur höfðu ekki mikið á milli handanna. Herbergin voru þreytt og frekar skítug og húsgögnin slitin og léleg. Sturtan var fata með köldu vatni.    Aldursforseti kvennana var hún Nína og er það okkur ekki algerlega ljóst hvernig hún endaði í þessum félagsskap. Nína er lífsglöð og hress rússnesk kona og kjaftaði á henni hver tuska – á rússnesku að sjálfsögðu. Hún hafði gaman að þessari óvæntu heimsókn og fannst við allir fjallmyndarlegir ungir menn. Hún spurði okkur nafns og gaf okkur ný rússnesk nöfn. Þór varða að Sasha, Egill að Ilja og Gunnar að Gena. Hófst nú mikil og skemmtileg hópmyndataka. Að henni lokinni var okkur boðið upp á te fyrir svefninn. Morguninn eftir vorum við kvaddir með fingurkossum og héldum áfram leið okkar í átt að Uzbekistan. Á þjóvegum Mið-Asíu eru lögreglupóstar algengir. Oftast er verið að fylgjast með ásigkomulagi ökutækja og skrá umferð um ákveðin svæði. Turkmenistan er engin undantekning á þessu og vorum við reglulega stoppaðir og beðnir um að framvísa vegabréfum og öðrum leyfum sem nauðsynleg eru til þess að mega ferðast þarna um. Á leið okkar að landamærum Uzbekistan vorum við eitt sinn beðnir um að leggja út í vegkanti. Lögreglumaður gekk að bílnum og benti okkur á að við hefðum ekið með ljósin kveikt (Á bílnum okkar líkt og öðrum bílum heima á Íslandi er dagljósabúnaður og gátum við ekki slökkt ljósin). Við vorum einnig sakaðir um að hafa ekið of hratt en vissum að það stóðst ekki. Egill ók bílnum og var hann beðinn um að stíga út úr bílnum og tala við annan lögreglumann. Fljótlega tókum við eftir því að ekki var allt með felldu. Það var ekki nóg með það að engin hraðamælitæki voru á staðnum heldur voru þeir einnig á einkabíl. Grárri Lada Samara. Þessir verðir laganna höfðu komið sér þægilega fyrir á vegakafla sem var nokkuð afskekktur til þess að drýgja tekjurnar. Nú skildum ferðalangarnir gjöra svo vel og reiða fram 300 dollara fyrir þessi brot sín. Egill stóð sig vel og eftir c.a. 20 mínútna samningaviðræður var fallist á að viðunnandi sekt skildi vera 20 dollarar. Blótandi héldu félagarnir leið sinni áfram. Við náðum landamærunum tímanlega.

Iran

August 21st, 2011 by Gunnar

english translation is coming soon!

“Hello, how are you? My name is Elmi and I want you in my house.” Svona hljóðaði fyrsta símtalið sem við fengum í Íran. Við sátum inni á veitingastað í bænum Varzeghan sem hafði verið sérstaklega opnaður fyrir okkur. Við vorum staðsettir þarna eftir að hafa ekið í gegnum ótrúlega fallegt rautt, fjalllent landslag frá landamærum Armeniu og Iran á leið okkar til borgarinnar Tabriz og villst. “Hello, how are you? My name is Elmi and I want you in my house.” Thats how our first phone conversation in Iran begun. We were sitting in a resturant in the town of Varzeghan wich had especially been opened for us. We were there after driving through amazing red mountainous lanscape from the Armenian border on the way to Tabriz but had got lost.

Í myrkrinu höfðum við reynt að lesa í skilti sem við skildum ekkert í og veðjað á ranga beygju. Við stoppuðum bílinn nálægt lítilli verslun í bænum til þess að átta okkur á því hvar við værum staðsettir nákvæmlega.Á svipstundu var bíllinn umkringdur brosandi andlitum sem höfðu aldrei séð svona furðulega og framandi menn. Einn þeirra var klæddur í jakkaföt og skildi nógumikið í ensku til þess að átta sig á því að við værum svangir. Við eltum bílinn hans í u.þ.b. 3 mínútur uns við staðnæmdumst fyrir utan veitingastað. In the dark we had tried to figure out a road sign and taken the wrong turn. We pulled over in front of a small shop in town in order to figure out where we were exactly. In a flash, our car was surrounded by smiling faces that had never seen such a exotic and bizarre bunch of guys. One of them was dressed in grey suit and understood enough english to figure out that we were hungry. We followed him on his car for about 3 minutes until we stopped in front of a restaurant.

Veitingastaðurinn var augljóslega lokaður og menn að ganga frá inn í eldhúsi. Hann bankaði á gluggan og kallaði eitthvað á þá sem inni voru. Við reyndum að gera honum ljóst að þetta væri ekkert vandamál, við fyndum bara annan stað. Jakkafataklæddimaðurinn sem að brosti út að eyrum kynnti sig. Mohammad Reza hét hann og var bank manager. Hann heimtaði að við biðum eftir því að vertinn kæmi og opnaði fyrir okkur. Eftir að hafa etið dýrindis súpu og salat kynnti vertinn sig fyrir okkur. Nafn hans var Fardin og var hann einnig blaðamaður sem hafði skrifað mikið rit um héraðið og sýndi hann okkur það stoltur. Þótt bókin væri skrifuð á tyrknesku mátti sjá að sagan var löng og athyglisverð. Eftir að hafa spjallað við félagana tvo í dágóða stund auk vina þeirra og ættingja símleiðis sögðum við þeim að við værum þreyttir og vildum fá að greiða fyrir matinn. Það var ekki tekið í mál að gestirnir þyrftu að greiða fyrir sig og þeim þar að auki boðin gisting á fjórum mismunandi stöðum m.a. á efri hæð veitingastaðarins. Úr varð að við gistum í húsi foreldra Mohammad Reza sem staðsett er í sömu götu. The restaurant was obviously closed and some staff was washing the dishes in the kitchen. He knocked on the door and called some thing at the people. We told him that this really wasn´t neccesary and no problem. We would just find some other place. The man in the grey suit smiled to his ears and introduced himself. Mohammad Reza was his name and he was a bank manager. He insisted that we would wait for the owner to come and open the place. After eating delicious soup and salat, the owner introduced himself. His name was Fardin and he worked also as a jounalist. He had written a big book about the ancient history of the region. He showed us the book and although it was written in Turkish it was pretty obvious that it was long and interesting. After a long conversation with the two friends as well as a few friends and family of theirs via phone, we told them that we were tired and wanted to pay for our food. That was not possible. We were guests and needed not to pay anything. We were also offered four different places to stay over the night with the restaurant loft included. The result was that we stayed at Mohammad Reza parents place which was just a bit furter down the street.

Þegar að þangað var komið vorum við kynntir fyrir gömlu hjónunum auk tveggja bræðra og voru allir himinlifandi yfir því að fá að hýsa svo framandi gesti. Okkur var boðið upp á dýrindis te og súkkulaði fyrir svefninn. Eldri bróðirinn starfar sem dómari en sá yngri nemur verkfræði við háskólann í Tabriz. Sökum tungumálaörðugleika voru samskiptin hæg og studdumst við Ensk Íranska Oxford orðabók. When we arrived we were introduced to the old couple as well as two of Reza´s brothers. Everyone was delighted to have us as guests. We were offered delicious tea and chocolate before going to bed. The older brother is a judge by profession and the younger one studies law at the university in Tabriz. Communication was a bit slow so we used a english-iranian dictionary.

Eftir góðan nætursvefn beið okkar dýrindis morgunmatur sem m.a. samanstóð af te (að sjálfsögðu), brauði sem minnti á stórar pönnukökur, þykku smjöri, sultu, einhverskonar osti og þykku sætu sælgæti sem virtist vera einhverskonar sesamefræ karamella. Algjör veisla fyrir bragðlaukana. Við átum morgunmatinn sitjandi á teppi á gólfinu eins og þarna tíðkast og tókum eftir því að einungis elsti bróðirinn sat við teppið með okkur en hinir fjölskyldumeðlimirnir átu í eldhúsinu. Seinna áttuðum við okkur á því að þarna er til siðs að bjóða gestum til sætis á besta teppinu í húsinu. Aðrir matast annarsstaðar (t.d. á næst besta teppinu við hliðina ef slíkt er til staðar) og setjast svo hjá gestunum að máltíðinni lokinni. Gestgjafarnir vildu helst hafa okkur hjá sér í nokkrar nætur en við gerðum þeim kurteisislega ljóst að tíminn væri okkur ekki hliðhollur og við þyrftum að halda áfram. Allt í góðu en við skildum nú samt hitta góðan vin Mohammads, hann Elmi sem býr í borginni Tabriz og er enskukennari. Við fengum greinargóðar upplýsingar sbr. símanúmer og heimilisfang um það hvernig við gætum komist í samband við hann. Gamla konan rétti okkur epli, gulrætur og myntu úr garðinum með okkur í nesti og kvaddi. The day after the old woman had prepared a gorgeous breakfast for us wich included some tea (of course), some bread wich looked a bit like big pancakes, butter, jam, some sort of cheese spread and thick sweet candy that seemed to be some sort of sesam caramel. A total feast for the taste buds. We ate our breakfast sitting on a carpet like Iranians normally do and noticed that only the oldest brother sat down with us while the rest of the family ate theirs in the kitchen. It is a custom in Iran to offer the guest a seat on the homes best carpet. Others eat somewhere else (for example on the second best carpet next to the guests if there is one) and then have a seat with the guests after the meal. Our hosts wanted to have us over for a few days but we politely indicated that time was not exactly on our side and we really needed to continue our journey. The family understood that but we should still meet Elmi, a good friend of Mohammad´s wich lives in Tabriz and is a english teacher. We received a detailed information on how to contact him. The old woman gave us some apples, carrots and mint from her garden and said good bye.

Þegar til Tabriz var komið hittum við beint á Elmi sem var yfir sig glaður yfir því að hitta okkur. Hann var að koma frá kaupmanninum á horninu að kaupa það sem upp á vantaði í veitingar handa okkur. Okkur var boðið til sætis í íbúðinni þar sem við hittum konu hans. Því miður vorum við svo þreyttir og ringlaðir að okkur láðist að taka nafn hennar niður. Okkur var boðið te, límonaði og melónur. Þau sögðu að við værum þreytulegir og kröfðust þess að við legðumst og létum fara vel um okkur sem við og gerðum. Þeirra heimili var okkar heimili. Um miðjan daginn ætlaði Elmi með okkur í smá kynnis- og verslunarferð en fyrst skildum við matast. Kona Elmi útbjó dýrindis súpu og ofnrétt handa okkur.Kærar þakkir fyrir okkur. Við þurftum að finna kort og bensínbrúsa. Bazarinn sem er risa stór var því miður að loka svo við fundum ekkert af því sem okkur vantaði. Með okkur í för slóst svo mágur Elmi og var okkur kunngjört að við værum boðnir í mikið matarboð hjá bróður mágsins þó svo við þyrftum fyrst að stoppa stutt við í tebolla hjá tengdaföður hans. When in Tabriz we met Elmi almost right away wich was very happy to see us. He was just coming from his local merchant on the corner where he had bought some delicious grocery´s. We were offered a seat in his apartment where we met his wife. We were offered some tea, lemonade and melons. The couple said we looked tired and insisted on we would lie down and get comfortable. We did as we were told. Their home was our home. In the afternoon Elmi was going to take us on a short sightseeing but first we should eat. Elmi´s wife prepared a delicious lunch for us. Thank you very much. To be able to continu our journey we would need to find some maps and metal petrol canisters. The bazar in Tabriz is huge but sadly it had none of our desired items. Elmi´s brother in law joined us at the market and told us that we were invited to a big dinner at his brothers house but first we should visit his father in law.

Um þetta leiti stendur Ramazan yfir og neita þá múslimar sér um mat yfir daginn. Þegar að skyggja tekur safnast svo fjölskyldan saman í kringum mikið og glæsilegt hlaðborð til þess að næra sig. Okkur var að sjálfsögðu boðinn besti staðurinn í herberginu og vorum við kynntir fyrir stórfjölskyldunni sem að taldi líklegast 25 manns auk barna. Þrátt fyrir að maturinn væri sérstaklega ljúffengur, baðst gestgjafinn afsökunar í því að veislan væri ekki glæsilegri og ef hann hefði vitað af komu okkar með lengri fyrirvara hefði hún farið fram á veitingastað. Með hjálp Elmis vinar okkar sögðum við honum að hún hefði verið fullkomin í alla staði og við hefðum ekki geta hugsað okkur neitt betra. Hann var afar þakklátur. Við tókum í höndina á öllum og kvöddum. Á leiðinni í háttinn bað Elmi okkur um að líta snöggvast inn til foreldra sinna þar sem að þau vildu hitta okkur og bjóða okkur smá hressingu. Við vorum aðsjálfsögðu allir pakksaddir eftir veitingar dagsins en gátum ekki beðist undan. Yfir ljúffengu te með heimagerðu hunangi vorum við spurðir spjörunum úr og þá sérstaklega um hjónabandshagi. Þar sem að klukkan var orðin margt var stoppið tiltölulega stutt og héldum við fljótlega heim til Elmis til þess að sofa. Við þurftum að leggja af stað snemma þar sem að sá tími sem okkur var gefin í vegabréfsárituninni til Uzbekistan var stuttur og þangað var dágóður spotti og eigum við eftir að fara í gegnum Turkmenistan fyrst. This is the time of Ramadan when muslims deny them selves of food and other pleasures during the day. After sunset the family gathers together around a huge end delicious buffet. At the house we were of course offered the best seats and were introduced to the whole family wich probably counted 25 people in addition to the children. Despite how gorgeous the food was, our host apologized for it and told us that if he would have known that we were coming, he would have held the feast at a restaurant. With Elmi´s help we managed to communicate to him that it was perfect in every way and we could not possibly imagine a better invitation. He was very grateful. We shook all hands available and said goodbye. On our way home to bed Elmi asked us to say a quick hello to his parents. They were excited to meet us and offer us a small refreshment. We told them that we were completely full after the day´s feist´s. No use. While we drank our tea we were showered with all sorts of questions. Most of them had in one way or another to do with our family situations. It was late so the visit was relatively short and soon we were on our way to Elmi´s place to sleep. Since our Uzbekistan visas would expire soon we would have to get up quite early (and before Uzbekistan we would have to go through Turkmenistan).

Án þess að hafa fundið almennilegt kort á markaðnum í Tabriz var lagt af stað eldsnemma í norð-austur í átt að landamærum Íran og Turkmenistan. Tíminn var naumur svo ekki gafst tími til þess að stoppa og skoða sig um á leiðinni. Við ókum frá dagrenningu til sólseturs og þegar að kl. var orðin u.þ.b. tvö um nótt var ákveðið að aka skildi á vaktaskiptum. Áfram héldum við þangað til við komum að landamærabænum Bajgiran. Þangað náðum við um miðja nótt og landamærin lokuð. With out a map from the bazar we were on the road and on our way to the Iran – Turkmenistan border quite early. Time was a limited commodity so we did not have the opportunity to stop on our way to experience other town on the way. We drove continuously from dusk til dawn and at about two o´clock in the night we decided to drive on shifts. On we went until we reached the border town Bajgiran in the middle of the night. The borders were closed.

Armenia

August 11th, 2011 by Egill Kalevi

Tank Filler

August 11th, 2011 by Thor

Kæru vinir og vandamenn, hér getið þið með litlu framlagi stutt Mud-Lab á ferð sinni til Mongólíu. Við höfum gert lítið reiknisdæmi það sem við sjáum hvað ódýrasta lítraverðið á íslandi kemur okkur langt áleiðis, og eins og sjá má er þetta ansi margir lítrar.

Þeir sem hefðu áhuga á að fylla á brúsan okkar fá frá okkur félögunum fallegt og persónulegt póstkort sem myndi sóma sér vel á hverjum ískáp.

Dear friends. With a small donation you can support Mud-Lab on its journey to Mongolia. We have done some research in how far the cheapest liter price in Iceland can get us. As you can see, we are talking about quite many liters.
For those of you interested in filling our gas can you will receive a beautiful and personal postcard from Mud-Lab which will look spectacular on every fridge

 

 

Istanbúl-Yerevan / Istanbul-Yerevan

August 9th, 2011 by Gunnar

Eftir Istanbúl lá leiðin inn í land fram hjá Ankara og út að Svartahafi til fallegrar borgar sem heitir Samsun. Þangað náðum við þá ekki fyrr en um nóttina og var ákveðið að prófa að sofa í bílnum fyrir utan bensínstöð.Það var slæm hugmynd. Skamm Þór. Vöknuðum illa sofnir með bakverk og lögðum í hann. Við keyrðum meðfram ströndinni í fallegu landslagi og fórum í gegnum bæji á borð Ordu, Trabzon og Rize. Þegar til Rize var komið voru menn orðnir svangir svo að við stoppuðum þar til þess að borða, endurskipuleggja bílinn og fylla á tankinn. Gunnar ákvað að fara í apótek og athuga hvort þar fengjust vatnshreinsitöflur. Þar talaði enginn stakt orð í ensku svo gripið var til þess ráðs að teikna og leika. Eitthvað vafðist þetta fyrir listamanninum þar sem að starfsfólkið hélt að hann hefði drukkið málningu og þyrfti lyf við því. Vona að það gangi betur í Georgiu eða Armeníu.  After Istanbul we went on inland, passed Ankara, to the Black Sea and to a beautful city called Samsun. When we reached the city it was already night and we decided to try to sleep in the car outside an petrolstation. That was a bad idea. Shame on you Thor. We all woke up tired with back aches and hit the road again. Drove along the beach through some beautiful landscape and towns such as Ordu, Trabzon and Rize. When we reached Rize we were all rather hungry so we stopped there to get some food, re-organize the car and fuel up. Gunnar decided to drop into an pharmacy to see if it had some water purification tablets. No one spoke a single word in english so the method was drawing and acting. Some how this got in the way of the artist and the staff thought he had drunk some paint and needed proper remedies for that. Lets hope things work out a bit better in Georgia and Armenia.

Við erum nálægt landamærum Tyrklands og Georgíu. Stefnan er tekin á lítinn landamærabæ sem heitir Sarp. Hann skiptist í miðju á landamærunum svo að helmingurinn tilheyrir Tyrklandi en hinn helmingurinn Georgíu. Á landamærunum var mikill hasar og þau vægast sagt illskiljanleg. Við vorum sendir fram og til baka með sömu pappírana í hina og þessa bása þar sem að enginn talaði ensku til þess að fá kvittanir og stimpla sem síðan kom í ljós að voru óþarfir. Sem betur fer þurftum við ekki að greiða neitt aukalega en þetta kostaði okkur þó þrjá tíma. Við keyrðum beint í gegnum Georgíska hluta Sarp og til partýborgarinnar Batumi þar sem að við ætluðum að finna ódýra gistingu. Þvílíkt plast. Miðbær Batumi er allur skreittur ljósum og eru pálmatrén lýst upp með grænum neonljósum. Þegar að út fyrir miðbæinn er komið blasir hins vegar annað við. Á bakvið glansfrontinn eru hús í afar slæmu ásigkomulagi og greinilegt að fjármagn fer til fárra útvaldra. Þór valdi lítið gistiheimili við höfnina sem honum fannst kósí. Þegar að Þór finnst eitthvað kósí er það yfirleitt frekar spes. Kíktum út um kvöldið í einn bjór og rákumst á gamlan heimamann sem að elskaði íslenskan fótbolta. Liðin Grindavík football club, Hafnarfjörður og Valurí voru í sérstöku uppáhaldi. Skemmtilegt.  We are closed to the borders of Turkey and Georgia and go straight to a small border town called Sarp. The town splits in the middle on the border so one half belongs to Turkey and the other to Georgia. At the border there was a lot of noise and a lot of things going on. They were pretty hard to figure out. We got sent back and forth with our papers to this and that booth where nobody spoke english, to get some receits and stamps that later was apparent we did not need. Unfortunately we didn´t need to pay anything extra for these things but it costed us three hours. We drove straight through the Georgian part of Sarp to the party city Batumi where we were planning on finding a cheap place to stay. Plastic city. Central Batumi is all lid up with some crazy lights and the palmtrees are light up with green neon lights. Once one is out of the center a different city appears. Behind the glamorous facade houses are in a bad shape and pretty obvious that money goes through the hands of a selected few. Thor picked a small guesthouse close to the harbour that he felt was cosy. When Thor says something is cosy, it usually turns out to be quite interesting. We went out for a couple of beers in the evening and met an old local that loved icelandic football. Teams such as Grindavik football club, Hafnarfjordur and Valuri were amongs his favorites. Nice.

Daginn eftir lögðum við að stað í átt að Tbilisi í gegnum ótrúlega náttúrufegurð Georgíu. Landið er fjalllent og þétt vaxið trjám. Stoppuðum í lítilli verslun við veginn og fengum okkur hressingu. Þarna var lítil kirkja og var Þór ávíttur af heimafólki fyrir að vera með hendur í vösum þar inni. Skamm Þór. Við sátum á bekk fyrir utan verslunina þegar að stór hvítur BMW stoppaði fyrir utan. Út stigu fjórir þéttir karlmenn auk eins gamals sem þurfti aðstoð við að komast út úr aftursætinu. Honum leist vel á okkur og gékk til okkar veifandi höndum með bros á vör svo að skein í allar þrjár tennurnar. Hann var pissfullur og kjaftaði á honum hver tuska – á Georgísku og Rússnesku. Eftir langar og skemmtilegar samræður var komið að því að leggja aftur af stað. Gamla manninum leist svo vel á okkur að hann vildi fá að koma með okkur. Við brostum og keyrðum af stað – hratt.    The next day we were off to Tbilisi through some truly spectacular countryside in Georgia. The country is mountainous with a lot of trees. We stopped at a small roadshop for a refreshment. The place has a small and beautiful church were Thor was asked to pleace take his hands from his pockets. Shame on you Thor. We sat at a bench outside the shop when a big BMW stopped outside. Four large men stepped out of the car and helped the fifth large man to do the same. He seemed to like us and approached us waving his hands, smiling so we could se all of his three teeth. The man was piss drunk. He spoke to us in Georgian and Russian. After some long and joyful conversations it was time to keep on going. Since the old man liked us so much he wanted to ride in our car. We smiled and drove off – fast.

Við töldum okkur vera á góðum tíma. Fljótlega tók hins vegar lengsti og hrikalegasti fjallvegur sem að við höfum kynnst og var hann mikil þolraun fyrir bílinn. Gunnar var hræddur um að hann myndi liðast í sundur svo mikill var hristingurinn. Þrátt fyrir slæmt ásigkomulag vegarins er hann mikið notaður og þarna var talsverð umferð. Þegar á toppinn var komið keyrðum við í gegnum sígaunaþorp sem var í litlu betra formi en vegurinn. Fátæktin er mikil á þessum slóðum. Þegar við loksins vorum lausir við fjallveginn var klukkan orðin margt. Vegurinn hafði seinkað okkur verulega og nú var tími til þess að huga að næturstað.   We figured that we were on a good time schedule. Soon we were on one of the longest and badest we have ever seen. It was quite a trial for our litle Peugeot. Gunnar was afraid it would fall apart because of all the shaking and rattling. Although the condition of the road was terrible, the traffic was surprisingly heavy. When we reached the mountainous pass, we were in a gipsy village that was in a similar condition as the road. The poverty is huge in this area. It was pretty late when we were finally off this road. It had delayed us quite a bit and now we need to find a place to stay for the night.

Við renndum í gegnum lítinn bæ sem heitir Akhaltsikhe og spurðumst fyrir um gistirými. Gamall maður sem klæddur var í bol með mynd af rapparanum 50 Cent benti okkur á tvö. Valið stóð á milli Hotel Ariele og annars sem þótti heldur fínt. Við röltum yfir á hótel Ariele. Þar vöru öll ljós slökkt en þegar að inn var komið sátu þar gömul hjón að horfa á sjónvarpið. Við fengum að líta á herbergið og aðra aðstöðu. Við snérum við og ákváðum að líta á fína hótelið. Himinn og haf skildi á milli hótelana í gæðum og hreinleika en lítill munur var á verði. Valið var auðvelt. Eftir góðan nætursvefn pökkuðum við saman og leituðum að mat. Við duttum inn á veitingastað sem heitir Samcxe þar sem að fjórar konur tóku á móti okkur og gáfu okkur afar góðan georgískan mat. Hann var mjög ódýr.   We dicided to try our luck in a small town called Akhaltsikhe and asked around for cheap places to stay. An old man that had a 50 Cent t-shirt on pointed at two hotels. The choice was between Hotel Ariele and another one a bit posher. Went over to the Ariele. All the lights were off and when we came in an old couple sat there watching television. We had a look at the room and another facilities. We turned back and decided to take a look at the posher one. The difference was huge. Much better quality but surprisingly just slightly more expensive. It was an easy choice. After a good night sleep we packed and searched for food. Found a small resturant called Samcxe where we were welcomed by four women. Excellent food at a good price.

Mettir og sáttir lögðum við af stað í átt að Vardzia klaustrinu sem er á leiðinni til Armensku landamæranna. Klaustrið var byggt að tilskipan Tamar drottningar árið 1185 inn í Erusheli fjall. Þar er kirkja og yfir sex þúsund herbergi og salir. Klaustrið var byggt á þennan hátt til varnar Mongólum sem þá voru stórveldi og voru inngangarnir vel faldir. Árið 1283 reið stór jarðskjálfti yfir svæðið og eyðilagði hann um tvo þriðju hluta klaustursins ásamt því að gera það sýnilegt að utan. Í dag er þarna lítil afar forvitnileg munka regla sem því miður vildu ekki láta mynda sig. Mud-Lab tók upp talsvert efni á vídeó í listrænum tilgangi. Við tjölduðum á nálægu nýju tjaldstæði sem að ung athafna hjón höfðu sett upp. Þau ráku líka veitingastað og bar þar sem að munkarnir voru miklir fastagestir. Við vorum komnir inn í einhverja skrítna bíómynd þar sem gert var að heilu göltunum inn á veitingastaðnum sjálfum og fastagestirnir voru munkar. Einn af þeim ók á örlítið blinguðum stórum Mitsubishi.   With full stomachs we were on our way to the Vardzia monestary wich is on the way to the Armenian border. It was build queen Tamar in around the year 1185 into Erusheli mountain. It has a church and approx six thousand rooms and halls. The reason why it was built like this was so it would be an hard target for the Mongols that at the time had an empire. All the entrances were well hidden. In the year 1283 it was hit by an earthquake that destroyed about two thirds of the monestary as well as exposing it to the outside world. Today a strange little group of munks inhabit a portion of it. Sadly they would not let us take photos of them. Mud-Lab recorded some material for video work. We pitched our tent at a brand new camp site that a young couple just opened. The couple also run a resturant and a bar there where the monks are regulars. We had stepped into a strange film where whole pigs were worked on inside the resturant itself and the regulars (the monks) were fixing the satellite reception. One of them was driving a slightly blinged big Mitsubishi.

Næsta dag héldum við í átt að Armensku landamærunum. Við flugum í gegnum Georgíska hlutann. Armeníu megin tóku þungvopnaðir en vingjarnlegir hermenn á móti okkur. Þetta eru hrörlegustu landamærin hingað til. Við tók mikil og flókin pappírsvinna með fylgjandi misskilningi, ruglingi og pirringi. Fram og til baka vorum við sendir til að fá ákveðin eyðublöð, stimpla, fylgiblöð, kvittanir og undirskriftir. Þetta kostaði að sjálfsögðu allt saman. Einn tollvarða krafði Gunnar um verðmæti bílsins og fullyrti að hann væri 5000 dollara virði (þegar hann er nær því að vera 2000). Gunnar sagðist þurfa að reikna þetta í kollinum á sér og pikkaði með fingrinum í höfuðið. Sagði að bíllinn væri gamall og benti á að hann væri 2002 módel. Fyrir utan var meðal bíllinn 1984 Lada. Klaufalegt. Töllvörðurinn rauk út, út í bíl og hvarf. ????????? Eftir talsverða bið tók annar við pappírsvinnunni og hleypi okkur í gegn.   The next day we drove to the Armenian border. The Georgian part was a piece of cake. On the Armenian side, some soldiers with heavy weaponary greeted us with a smile. This border control is the most runned down one so far on our journey. We had to do some complicated and time consuming paperwork, with all the misunderstandings, confusion and irritation that follows it. We were sent back and forth to receive certain forms, stamps, extra-forms, receipts and signatures. Everything had a price tag. One of the border guards was quite resistant in asking Gunnar about the cars value in dollars and was sure that it was worth 5000 dollars (2000 is much more like it). Gunnar told him that he needed to calculate in his head and pointed a finger at his forehead. Said the car was old and pointed out that it was a 2002 model. Outside the average car is a 1984 Lada. That was clumsy. The border guard rushed out, into his car and disappeared. ????????? Eftir a long wait, another guard completed our paperwork and let us through.

Fólk í Armeníu er fátækara en við bjuggumst við og yfir fyrstu bæjunum á leiðinni hvíla stór og grá þunglyndisský. Við ætluðum beinustu leið til höfuðborgarinnar Yerevan en hana höfum við lengi hlakkað til að sjá. Einhversstaðar á miðri leið var ákveðið að stoppa á bensínstöð (sem reyndar seldi bara gas þar sem mjög margir aka á því hér um slóðir) og kaupa mat. Egill og Þór skruppu á klósettið og komu hvítir til baka. Best að reyna að gleyma þessu bara.    People in Armenia is poorer than we expected and over the first towns we went through rests a huge depressive cloud. We were going straight to the capital Yerevan wich we had been looking for to see for a long time. Somewhere in the middle of our way we stopped at a gas station (wich sold only propan or methan gas

Berber Fadil

August 9th, 2011 by Egill Kalevi

If you happen to be in Istanbul you should visit Fadil Erdal’s Barber Shop

Istanbúl / Istanbul

August 4th, 2011 by Gunnar

Umferðarmenningin í Istanbul er mögnuð. Umferðarmannvirkin eru gríðarstór og fjöldi bifreiða ótrúlegur. Það er rétt eins og margar þeirra umferðareglna sem maður lærði og fylgir heima þekkist ekki hér. Inn í borgina ókum við á vegi sem taldi sex eða sjö akbrautir. Bæjaryfirvöld hefðu alveg eins getað sparað sér aurinn í að mála línurnar því þeim fylgdi engin. Þetta var Algjört chaos. Það tók okkur tvær klukkustundir að komast inn í borgina og að hostelinu sem við áttum bókað. Hostelið var á góðum stað í Bayoglou hverfinu og mjög nálægt Galata tower sem byggður var 1348, þá hæsta kennileiti borgarinnar eða rúmir 66 metrar. Istanbúl er sannarlega menningarlegur suðupottur og þarna blandast áhrif allstaðar af úr heiminum. Í borginni mætast ný og vestræn áhrif þeim eldri og hefðbundnari. Við ákváðum að dvelja í tvær nætur sem er ekki neitt til þess að upplifa borgina. Tveir mánuðir eru nær lagi. The traffic in Istanbul is just something else. The transportation structures are huge and the number of cars unbeileivable. It seems that many of the rules one learned while taking the driving lisence are unheard of here. We drove on a six or seven lained road into the city. The city officials might as well save the city some money by not painting the lines on the road because no one was following them and traffic was chaotic. It took us two hours to get into the city and to our hostel. The hostel was in an excellent location in the Bayoglou district and very close to the Galata tower which was build in 1348, then the citys highest landmark. Istanbul truly is a cultural meltingpot where influences from all over the world meet. We decided to spend two nights in the city wich is not nearly enough. Two months are more like it.

Eftir að hafa sinnt erindum og verslað nokkra praktíska hluti fyrir ferðina rétt náðum við í skottið á kryddmarkaðnum og Grand Bazaar. Þar var þó verið að loka þegar að við komum. Þegar við komum að Hagia Sophia var komið myrkur og iðaði allt af lífi. Þarna vöru sölumenn af öllum gerðum. Fólk sat allstaðar. Á grasinu sátu fjölskyldur með teppi, drakk te og borðaði mat. We had to run some erends and buy a few things for the journey before going to the Egyptian- and Grand Bazaar. We managed to get there right before closing. It was dark when we came to Hagia Sophia and people everywhere. Salesmen were selling their goods and familys having a picnic with tea and food.

 

Nú er hinn heilagi mánuður Ramadan og þá fasta múslimar á daginn. Þessum níunda mánuði islamska dagatalsins er ætlað að kenna múslimum þolinmæði, fá þá til að hugsa um andlegu hliðina á lífinu og koma þeim nær guði. Moskvan við hlið Hagia Sophia var opin og fengum við að skoða hana. Hún var stórkostlega falleg. It is the holy month Ramadan so muslims fast in daytime. This ninth month of the islamic calendar is ment to teach muslims about patience, spirituality and getting the closer to Allah. The Mosque next to the Hagia Sophia was open so we got the opportunity to go inside and have a look. It is quite spectacular.

Á leiðinni út úr moskvunni var Egill gripinn af vel klæddum herramanni. Hann gerði allt sem hann gat til þess að sjarmera okkur og létum við til leiðast að elta hann í teppa verslun sína. Þegar að inn var komið var aðstoðarmaður hans með te á línuna. Við vorum komnir í ruglið. Fyrstu teppin sem dregin voru fram féllu ekki að okkar smekk og var herramaðurinn frekar undrandi yfir því. Við bentum á teppi sem að þeim líkaði og vorum við þá leiddir upp á efri hæð þar sem mun fleiri teppi, tebollar og sígarettur biðu okkar. Loksins þegar að álitlegum teppum hafði verið fækkað niður í 2-3, hófust einhverjar lengstu samningaviðræður sem að undirritaður hefur verið vitni að. Breitt var á milli verðhugmynda herramannsins annars vegar og okkar hins vegar. Hann vildi fá 600 tyrkneskar lírur fyrir en við gátum bara borgað 200 sem að honum fannst svívirðilegt verð fyrir þá hágæða vöru sem hann var að bjóða okkur. Þarna stóðu samningaviðræður í hátt í klukkustund og fengum við mörg teglös á meðan herramaðurinn og aðstoðarmenn hans fóru á kostum í nokkrum leikþáttum. Á endanum gaf hann sig þó og héldu Mud-Lab menn heim á leið með bros á vör. Teppið skal nýtast við listsköpun í Gobi og Karakoum eyðimörkunum. Þegar að á hostelið var komið tók vinnan við. Fórum seint að sofa og snemma á fætur. Við þurftum að sinna nokkrum erindum áður en við gætum lagt að stað út úr borginni í átt að Svartahafinu. On our way out of the mosque, Egill was approached by a well dressed gentleman wich did everyhing he could to be charming. We followed him to his carpet shop. When inside, his assistant offered us some tea. Damn. This is gonna take a while. The first carpets we were shown did not appeal to us. The gentleman was surprised. We pointed at some carpets that we liked and were asked to go upstairs where our awaited more carpets, tea and cigarettes. When the carpets had finally been narrowed down to 2-3, the longest negotiations I have witnessed started. The price gap was wide. The gentleman wanted 600 turkish liras for it but we could only pay 200 wich he thought was an outrageous for the quality carpets he was offering. Negotiations lasted at least for about an hour while we sipped many glasses of tea and watched him and his assistant perform a brilliant piece of theater. In the end he finally gave in and Mud-Lab walked home with a beautiful carpet and a smile. The carpet will be used for art making in Gobi and Karakoum deserts. Got back to the hostel for some work. We went to bed late and up early the next morning. We have to take care of few things before we can leave the Istanbul and head to the Black sea.

Plovdiv Búlagíra / Plovdiv Bulgaria

August 4th, 2011 by Gunnar

 

Eftir góðan nætursvefn á Hostel Mostel í Sofiu lá leiðin rakleiðis til Plovdiv sem er ein elsta borg í heimi með hátt 8000 ára sögu. Við gistum á litlu og notalegu hosteli sem heitir Hiker Hostel og er staðsett í gömlum og sjarmerandi bæjarhluta sem er frá miðöldum. Þar sem að við áttum mikla blog vinnu eftir ákváðum við að framlengja dvölinni um eina nótt. Ekki skemmdi verðlagið fyrir. Daginn eftir lagaði Egill pústið og hljómar Mud-Mobile ekki lengur eins og rallí bíll. Við hittum annað Mongol Rallí lið (það fyrsta síðan í Tékklandi). Þetta voru tveir hressir og viðkunnarlegir bretar sem heita David og JP. Við spjölluðum við þá yfir bjór (sem er mjög ódýr) og sögðust þeir einnig vera á leiðinni til Istanbúl. Ákveðið var að vera í samfloti þangað. Við fórum seint í háttinn þetta kvöldið. Næsta morgun drifu menn sig í sturtu, skelltu í sig fyrirbyggjandi magaflórugerlum og settust upp í bíl. David og JP tóku það fram litla Nissan Micran þeirra væri með talsvert minni vél en franska powerhousið okkar þyrftu þeir yfirleitt að keyra á 90 km pr klst. Það var heitt í veðri og leiðin lá í gegnum fjarska fallega Búlgarska sveit með hlykkjóttum vegum og hægfara vöruflutningabílum. Þegar við komum að Tyrknesku landamærunum vörum við og Mud-Mobile að bráðna. Hitinn var óbærilegur og miðstöðin í bílnum blés heitu þar sem að við erum ekki með loftkælingu. Fórum í Duty Free og keyptum sígarettukarton sem ætluð eru landamæravörðum á lokasprettinum. Istanbúl var framundan. After a good night sleep in Hostel Mostel in Sofia we headed towards Plovdiv which is one of the oldest citys in the world with a history reaching 8000 years. We stayed at a small and cosy hostel called Hiker Hostel and is located in an old medieval part of the town. Since we had a lot of blogging to do amongst other things, we decided to prolong our stay by one more night. The next day Egill fixed the exhaust so now the Mud-Mobile does not sound like a rally car anymore. We met another Mongol Rally team (the first one since Czech Republik). These are nice happy chaps called David and JP. We had a good chat over a few beers (which is quite cheap) and they told us that they were also going to Istanbul. A small convoy was born. That night we stayed up a bit to late. Next morning – David and JP told us that the engine of their Nissan Micra was a bit smaller than in our french powerhouse and they had to drive at 90 kph. It was a very warm day and the route went thru beautiful rural Bulgaria. When we arrived at the Turkish border, Mud-Lab and Mud-Mobile were melting. The heat was unbearable and we had no AC. Jumped into a Duty Free shop and bought some cigarettes for The border guards in the -stans. Istanbul was just around the corner.

Vín Sofia / Wien Sofia

August 2nd, 2011 by Gunnar

Föstudagsmorguninn 29 júlí var bjartur og fallegur í Vínarborg. Fyrst við höfðum nær ekkert séð af borginni fyrir utan hverfið sem að Gina og Tobi búa í ákváðum við að skreppa örstutt niður í miðbæ með Tobi vini okkar og stoppa í kaffi á einu af þessum gömlu, hefðbundnu kaffihúsum sem að borgin státar af. Café Prückel var fyrir valinu. Svona eiga þau að vera. Eftir kaffið var ákveðið að næla sér í eina ostafyllta vínarpylsu í nesti og halda svo af stað. Við kvöddum Tobi með trega og settumst inn í bílinn. The friday morning 29th of July was beautiful and sunny in Wien. Since we had practically seen nothing of the city apart from Gina und Tobys neighbourhood, we decided to have a quick look at the center with our friend Toby and go to one of those old and traditional cafés the city has to offer. We decided on going to Café Pruckel. Perfect. After a satisfying cup of cappuccino we went to a nearby hotdog stand and got a cheese sausage for the road. With a fair amount of sadness we said goodbye to our dear friend Toby and sat into the car.

Það var löng keyrsla sem að beið okkar svo nú var brunað út úr bænum og beint út á hraðbraut í áttina að Budapest í Ungverjalandi. Þegar við komum yfir landamærin var stoppað á bensínstöð svo menn gætu teygt úr sér og hófst þá barningur við ákveðna gluggaþvottamenn sem lofuðu okkur “super clean car”. Til þess að flýta fyrir okkur ákváðum við að sneiða hjá Budapest og halda okkur við hraðbrautina. Eftir u.þ.b. klukkustundar akstur lentum við í löngum umferðarhnút þar sem að allt stóð fast í einn og hálfan tíma og sauð á sumum ökumönnum. Fyrir utan þetta var vera okkar í Ungverjalandi frekar tíðindalaus. Héldum áfram á hraðbrautinni í átt að Serbnesku landamærunum sem eru þau fyrstu á leiðinni sem framvísa þarf vegabréfum og öðrum pappírum. Ekkert vesen þar. Við hálf vorkenndum þó fólkinu sem átti leið í hina áttina um landamærin en sú röð var örugglega kílómeter að lengd og tókum við eftir því að í henni ýtti fólk bílum sínum áfram. Merkin um að nú værum við komnir út fyrir vestur Evrópu voru all nokkur. Það fyrsta sem við tókum eftir var ástand hraðbrautarinnar sem var heldur lakara en í löndunum á undan auk heillar lyktarsinfóníu sem að fyllti bílinn. Greinilega nokkuð um að fólk væri að brenna sinu og rusl. Við vorum á eftir áætlun svo að þegar að til Belgrade var komið var farið að myrkva. Þar fraus gps síminn okkar og stoppuðum við í fimm mínútur til að endurræsa kerfið á meðan við hlýddum á stórkostlegt Europopp / turbofolk crossover lag þar sem að songkonan söng “I am a bitch” af miklum móð. Mud-Lab var í góðum fíling. Þegar að síminn vaknaði til lífsins hélt leiðin áfram í suð-austur að landamærum Serbíu og Búlgaríu. We had a long drive ahead of us so we headed straight to the autobahn towards Budapest in Hungary. After crossing the border we had a short stop at a gas station to stretch our legs. There we had to fight of eager window cleaners that guaranteed “super clean car”. In order minimize the time our trip takes, we drove past Budapest and stayed on the autobahn. After about an hour of driving we hit a huge traffic jam that lasted for approximately one and half hour. Some drivers were boiling. Apart from this, nothing much happened in Hungary. Continuing on the Hungarian autobahn we reached the Serbian border. The first one where we had to show our passports and other licenses. No problem. We felt a bit sorry for the people that was going in the opposite direction. That was a line that stretched probably a kilometer and we noticed that the people was pushing their cars. There were quite a few signs that told us we had left western Europe. The first thing we noticed was the condition of the expressway. Secondly, we were greeted by a whole smell symphony that filled the car. People were burning dry grass and garbage. We were behind schedule so it was getting dark when we reached Belgrade. In Belgrade our gps phone froze so we stopped for about five minutes to reset the system while listening to a fantastic Europopp / Turbofolk crossover song where the singer sang “I am a Bitch. Mud-Lab was in a good groove. When our phone came back from the dead we headed south-east towards the borders of Bulgaria.

Nú var kolniðamyrkur og ókum við hlykkjóttan sveitaveg á talsvert minni hraða en áður. Serbneskir ökumenn eru heldur fífldjarfari en við eigum að venjast við sömu aðstæður heima fyrir. Við ætlum ekki að láta þetta endurtaka sig. Héðan í frá verður hver dagleið styttri og miðað við að koma á næturstað í síðastalagi á milli kl. átta og níu. Þessi leið virtist endalaus og við vorum ekki einu sinni komnir að landamærunum. Þegar að þangað var komið vakti Mud-Mobile talsverða athygli viðstaddra enda lítið um skandinavíska rallkappa á þessum slóðum. Þarna fara helst vöruflutningabílar og innfæddir um. Landamæravörðurinn var í góðu skapi og var forvitinn hverskonar sportbíl við værum á. Þegar í gegn var komið hélt hlykkjóttur sveitavegurinn að því er virtist endalaust áfram. It was pitch black and we were driving on a small country road and we were driving a lot slower than before. Serbian drivers are quite braver than us in these circumstances. We are not gonna let this happen again. From now on each day trip will be shorter and we´ll be aiming to reach our destination at around eight or nine in the evening the very latest. This route seemed endless and we had not even reached the borders yet. At the borders our car got a lot of attention. There are probably not many scandinavian ralliers passing in this area. The borderguard was in a good spirit and curious about which kind of “sport car” we were driving. After passing thru the border the same kind of road continued for ever it seemed.

Síminn var farinn að pípa á okkur til þess að láta okkur vita að nú værum við að koma að miðbæ Sofiu. Við fylgdum tækinu í einu og öllu og enduðum í holóttri íbúðargötu þar sem að engin var á ferli nema tveir tættir hundar. Eftir að hafa gluggað í kortabókina kom það í ljós að við vorum talsvert fyrir utan borgina í litlum bæ sem varla var merktur inn á kortið. Það var ekki annað í stöðunni en að endurprógramma símann með öðru götunafni í Sofiu og vona að heilladísirnar myndu blessa okkur. The phone started to peep to let us know that now we were almost in the Sofia central. We did what it told us and ended up in a dark residential street that was nothing but potholes. No one was there accept from two old and battered dogs. It seemed that technology had sent us to the wrong address. We were in a small town just outside of Sofia that was hardly on the map.

Þegar að þarna var komið áttum við rúma 60 kílómetra eftir. Við rukum af stað og vorum á réttri leið að því er virtist. Sofia tók á móti okkur og nú þurftum við bara að finna heimilisfangið að hostelinu þar sem við höfðum pantað svefnpokapláss. Það reyndist hægara sagt en gert og hringsóluðum við marga hringi um borgina. Við fundum heimilisfangið. Fyrir utan stóðu tvær transmanneskjur að reykja sígarettur klæddar á frekar ögrandi hátt. Þór var sendur til þess að athuga málið. Þetta var rétt heimilisfang. Við ókum bílnum inn í port og þar blasti fallegt hostel við okkur. Við voru komnir. Reprogrammed the phone and hoped for the best. It seemed as the phone had found the right address. It was 60 km away. Got to Sofia. Saw transvestites. Found hostel. Nice.